Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 11:44 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, heldur því fram að engir samkynhneigðir séu í ríki sínu. Vísir/EPA Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir. Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir.
Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00
Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07
Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36