Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 10:38 Ghosn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20
Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15