Stjórnandi Nissan grunaður um fjármálamisferli Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 11:17 Ghosn er Brasilíumaður af líbönskum ættum en er franskur ríkisborgari. Vísir/EPA Japanski bílaframleiðandinn Nissan leysti Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra, frá störfum sem stjórnarformann fyrirtækisins í morgun eftir að rannsókn þess leiddi í ljós að hann hefði ráðstafað fjármunum þess til eigin nota og gerst sekur um annars konar svik í starfi. Í yfirlýsingu Nissan kemur fram að Ghosn og Greg Kelly, annar stjórnandi bílarisans, hafi um árabil vantalið tekjur sínar í yfirlýsingum til japönsku kauphallarinnar til að fela greiðslur sem hann fékk, að því er segir í frétt Reuters. Ghosn er sagður hafa verið handtekinn í Tókýó vegna gruns um að hann hafi vantalið tekjur sínar. Þá hafa saksóknarar gert húsleit í höfuðstöðvum Nissan og fleiri stöðum í dag. Fréttirnar eru sagðar hafa verið áfall í Japan þar sem Ghosn er einn fárra erlendra stjórnenda. Hann var vel liðinn eftir að hann stýrði Nissan úr fjárhagskröggum sem leiddu næstum því til gjaldþrots fyrirtækisins. Ghosn er einnig forstjóri franska bílaframleiðandans Renault. Hlutabréf í bæði Nissan og Renault hafa fallið í verði á mörkuðum eftir að fréttirnar bárust í dag. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Japanski bílaframleiðandinn Nissan leysti Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra, frá störfum sem stjórnarformann fyrirtækisins í morgun eftir að rannsókn þess leiddi í ljós að hann hefði ráðstafað fjármunum þess til eigin nota og gerst sekur um annars konar svik í starfi. Í yfirlýsingu Nissan kemur fram að Ghosn og Greg Kelly, annar stjórnandi bílarisans, hafi um árabil vantalið tekjur sínar í yfirlýsingum til japönsku kauphallarinnar til að fela greiðslur sem hann fékk, að því er segir í frétt Reuters. Ghosn er sagður hafa verið handtekinn í Tókýó vegna gruns um að hann hafi vantalið tekjur sínar. Þá hafa saksóknarar gert húsleit í höfuðstöðvum Nissan og fleiri stöðum í dag. Fréttirnar eru sagðar hafa verið áfall í Japan þar sem Ghosn er einn fárra erlendra stjórnenda. Hann var vel liðinn eftir að hann stýrði Nissan úr fjárhagskröggum sem leiddu næstum því til gjaldþrots fyrirtækisins. Ghosn er einnig forstjóri franska bílaframleiðandans Renault. Hlutabréf í bæði Nissan og Renault hafa fallið í verði á mörkuðum eftir að fréttirnar bárust í dag.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira