Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:51 Trump og Erdogan á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í fyrra. EPA/OLIVIER HOSLET Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10
Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15
Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05