Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Sighvatur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 13:30 Rætt er við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í Fréttablaðinu í morgun varðandi nýtt frumvarp sem hún vinnur að til þess að auka aðsókn í kennaranám. Hún segir róttækra aðgerða þörf þar sem aðsókn í námið hafi minnkað. Kennaranám var lengt úr þremur árum í fimm ára meistaranám fyrir rúmum áratug. Haft er eftir Lilju að það stefni í skort á kennurum sem sé grafalvarlegt mál. Meðal hugmynda menntamálaráðherra er að fimmta árið í náminu verði launað. Þá nefnir Lilja að kennaranemar fái sérstaka styrki úr Lánasjóði íslenskra námsmanna.Norskar leiðir um niðurfellingu lána og launað starfsnám Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, situr í starfshópi menntamálaráðuneytisins. Henni líst vel á hugmyndir um launað starfsnám. Anna María vísar til fyrirkomulags í Noregi þar sem nemar á síðasta ári leik- og grunnskólanámsins eru í 70% vinnu. Samhliða því vinna nemarnir að lokaritgerð og fá 30% launa sinna fyrir það frá ríkinu. Varðandi niðurfellingu á námslánum bendir Anna María á að í Noregi fái þeir mesta niðurfellingu sem fara að kenna á svæðum þar sem kennaraskortur er mestur. Anna María bendir á að á endanum snúist umræðan um kennaraskort á Íslandi um kjör kennara í starfi. „Það er kannski ekki kennaraskortur á Íslandi en það er vissulega kennaraskortur í íslenskum skólum því allt of margir kennarar hafa hætt að kenna og horfið til annarra starfa,“ segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Rætt er við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í Fréttablaðinu í morgun varðandi nýtt frumvarp sem hún vinnur að til þess að auka aðsókn í kennaranám. Hún segir róttækra aðgerða þörf þar sem aðsókn í námið hafi minnkað. Kennaranám var lengt úr þremur árum í fimm ára meistaranám fyrir rúmum áratug. Haft er eftir Lilju að það stefni í skort á kennurum sem sé grafalvarlegt mál. Meðal hugmynda menntamálaráðherra er að fimmta árið í náminu verði launað. Þá nefnir Lilja að kennaranemar fái sérstaka styrki úr Lánasjóði íslenskra námsmanna.Norskar leiðir um niðurfellingu lána og launað starfsnám Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, situr í starfshópi menntamálaráðuneytisins. Henni líst vel á hugmyndir um launað starfsnám. Anna María vísar til fyrirkomulags í Noregi þar sem nemar á síðasta ári leik- og grunnskólanámsins eru í 70% vinnu. Samhliða því vinna nemarnir að lokaritgerð og fá 30% launa sinna fyrir það frá ríkinu. Varðandi niðurfellingu á námslánum bendir Anna María á að í Noregi fái þeir mesta niðurfellingu sem fara að kenna á svæðum þar sem kennaraskortur er mestur. Anna María bendir á að á endanum snúist umræðan um kennaraskort á Íslandi um kjör kennara í starfi. „Það er kannski ekki kennaraskortur á Íslandi en það er vissulega kennaraskortur í íslenskum skólum því allt of margir kennarar hafa hætt að kenna og horfið til annarra starfa,“ segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira