Ole Gunnar stóðst stóra prófið Hjörvar Ólafsson skrifar 14. janúar 2019 15:30 Ole Gunnar Solskjær. Getty/James Williamson Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira