Erfitt að komast ekki í sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 20:45 Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur Jól Suðurskautslandið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira