Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir framkvæmdir víða fara fram úr áætlunum. Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís. Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís.
Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
„Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48