Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 14:50 Artur Pawel Wisocki ásamt verjanda sínum í dómsal í morgun. Visir/Vilhelm Dyravörður á Shooters sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás á Shooters þann 26. ágúst síðastliðinn segir að ákærði Artur Pawel Wisocki hafi kýlt og sparkað í sig eftir að hafa verið hrint niður tröppur á næturklúbbnum. Artur neitar þessu en hann segist hafa gengið í burtu eftir að dyravörðurinn hafi dottið í gólfið. Skýrslutaka var yfir dyraverðinum á endurhæfingardeild Landspítalans í hádeginu í dag. Blaðamenn voru ekki viðstaddir. Í máli saksóknara við aðalmeðferðina eftir hádegi í dag kom fram að dyravörðurinn lýsti því þannig að Artur hefði kýlt sig og sparkað í sig eftir fallið. Atburðarásin hefur verið rakin í fyrri fréttum Vísis í aðalmeðferðinni í dag. Fyrir liggur að ákærði Artur kýldi dyravörðinn og elti hann inn á staðinn. Það sést á upptökum og í framhaldinu eru þeir ósammála hvað gerðist en þessi hluti staðarins er ekki vaktaður með öryggisupptökuvél. Artur segir þá hafa fallið aftarlega á staðnum og dyravörðurinn dottið niður um tröppur. Dyravörðurinn segir Artur hafa kýlt sig og sparkað í liggjandi.Telur töluvert afl þurfa til Læknir, starfandi sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt, telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að hryggjarliðurinn gekk inn í mænuna og olli lömuninni. Sérfræðingurinn lýsti því að hann hefði tekið á móti hinum slasaða sem hefði verið í miklu uppnámi og hræddur. Við taugaskoðun kom í ljós að hann hreyfði ekki útlimi og kvartaði ekki undan sársauka við prófun. Í kjölfarið hafi verið haft samband við skurðlækni og hann lagður inn á gjörgæslu. Saksóknari spurði lækninn hversu mikinn kraft þyrfti til að valda slíku broti á hálshryggjarlið. „Það þarf nú allnokkurn kraft en það fer eftir því hvernig einstakling við erum að tala um,“ sagði læknirinn. Saksóknari benti á að brotaþoli væri sterkbyggður einstaklingur. „Svo fer þetta líka eftir vinklinum, hvernig höggið lendir á.“ sagði læknirinn. Hann ítrekaði að nokkuð afl þyrfti til að brjóta liðinn sem væri sá fimmti, rétt fyrir ofan hálsrótina. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Dyravörður á Shooters sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás á Shooters þann 26. ágúst síðastliðinn segir að ákærði Artur Pawel Wisocki hafi kýlt og sparkað í sig eftir að hafa verið hrint niður tröppur á næturklúbbnum. Artur neitar þessu en hann segist hafa gengið í burtu eftir að dyravörðurinn hafi dottið í gólfið. Skýrslutaka var yfir dyraverðinum á endurhæfingardeild Landspítalans í hádeginu í dag. Blaðamenn voru ekki viðstaddir. Í máli saksóknara við aðalmeðferðina eftir hádegi í dag kom fram að dyravörðurinn lýsti því þannig að Artur hefði kýlt sig og sparkað í sig eftir fallið. Atburðarásin hefur verið rakin í fyrri fréttum Vísis í aðalmeðferðinni í dag. Fyrir liggur að ákærði Artur kýldi dyravörðinn og elti hann inn á staðinn. Það sést á upptökum og í framhaldinu eru þeir ósammála hvað gerðist en þessi hluti staðarins er ekki vaktaður með öryggisupptökuvél. Artur segir þá hafa fallið aftarlega á staðnum og dyravörðurinn dottið niður um tröppur. Dyravörðurinn segir Artur hafa kýlt sig og sparkað í liggjandi.Telur töluvert afl þurfa til Læknir, starfandi sérfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt, telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að hryggjarliðurinn gekk inn í mænuna og olli lömuninni. Sérfræðingurinn lýsti því að hann hefði tekið á móti hinum slasaða sem hefði verið í miklu uppnámi og hræddur. Við taugaskoðun kom í ljós að hann hreyfði ekki útlimi og kvartaði ekki undan sársauka við prófun. Í kjölfarið hafi verið haft samband við skurðlækni og hann lagður inn á gjörgæslu. Saksóknari spurði lækninn hversu mikinn kraft þyrfti til að valda slíku broti á hálshryggjarlið. „Það þarf nú allnokkurn kraft en það fer eftir því hvernig einstakling við erum að tala um,“ sagði læknirinn. Saksóknari benti á að brotaþoli væri sterkbyggður einstaklingur. „Svo fer þetta líka eftir vinklinum, hvernig höggið lendir á.“ sagði læknirinn. Hann ítrekaði að nokkuð afl þyrfti til að brjóta liðinn sem væri sá fimmti, rétt fyrir ofan hálsrótina.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels