Öll lið í NFL-deildinni eru með einn sparkara en LA Chargers ætlar að vera með tvo gegn New England Patriots um helgina.
Sparkari liðsins, Michael Badgley, hefur verið frábær og bjargað liðinu oftar en einu sinni með góðum vallarmörkum á ögurstundu.
Hann á þó við eitt vandamál að stríða. Hann drífur ekki nógu langt í upphafsspörkum. Venjulega reyna sparkarar að negla alveg inn í endamark andstæðinganna svo þeir byrji á eigin 25 jarda línu. Þó svo Badgley sé góður í vallarmörkum hefur hann bara drifið 9 sinnum inn í endamark andstæðinganna í 60 tilraunum. Andstæðingurinn fær því oft tækifæri til þess að skila boltanum langt fram völlinn.
Sá sem sér um að skila spörkum fyrir Patriots er Cordarelle Patterson og hann er ansi lunkinn í því að skila boltanum til baka. Er með um 30 jarda að meðaltali í skiluðum spörkum í vetur og eitt snertimark.
Chargers ætlar ekki að gefa Patriots ódýr snertimörk og hefur því hóað í fyrrum sparkara liðsins, Nick Rose. Hann sendi boltann 32 sinnum í endamark andstæðinganna úr upphafssparki í 47 tilraunum á síðustu leiktíð.
Þeir verða því tveir að sparka. Rose upphafsspörkum en Badgley sér um vallarmörkin. Þeir vega hvorn annan upp því Rose er slakur í vallarmörkunum.
Afar óvenjulegt útspil sem sést ekki á hverjum degi í NFL-deildinni.
Bæta við sig sparkara því hinn drífur ekki nógu langt
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
