Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 10:47 Dawid Kornacki, ásamt verjanda sínum Bjarna Haukssyni, í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00