Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 23:00 Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys. Getty/Joe Robbins Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles NFL Ofurskálin Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles
NFL Ofurskálin Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn