Erlent

Rauð panda strauk úr dýragarðinum í Belfast

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rauða pandan er dýrategund í útrýmingarhættu.
Rauða pandan er dýrategund í útrýmingarhættu. vísir/getty
Rauð panda, sem er afar sjaldgæf tegund í útrýmingarhættu, strauk um helgina úr dýragarðinum í Belfast í Norður-Írlandi.

Að sögn lögreglu týndist pandan í gær, sunnudag, og var talið að hún væri að skoða sig um í nágrenni dýragarðsins en pandan fannst í morgun samkvæmt tísti frá borgarstjórninni í Belfast.

Almenningur var beðinn um að hafa augun opin fyrir dýrinu sem er aðeins stærri en heimilisköttur. Þá voru ökumenn jafnframt beðnir um að fara varlega.

Í frétt BBC um málið segir að rauðar pöndur séu næturdýr og að þær haldi sig vanalega í skóglendi. Þær eru ekki árásargjarnar en geta farið í vörn ef þeim er ógnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×