Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2019 13:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan. Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan.
Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09