Hundur slátraði hænum fjölskyldu í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2019 19:30 Drengurinn var nýkominn heim úr skóla þegar hann kom að hænsnahúsinu. Aðkoman var vægast sagt skelfileg. Svava Ástudóttir Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar. Dýr Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar.
Dýr Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira