„Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. janúar 2019 15:45 Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43