Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2019 06:15 Leyft verður að fjölga íbúðum með ýmsu móti, m.a. í Árbæ. Fréttablaðið/Anton Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira
Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira