49 sagt upp hjá Novomatic í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:58 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári.
Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00
Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24