Leit að flugvél sem átti að ferja knattspyrnumanninn Emiliano Sala til velsku borgarinnar Cardiff og hvarf yfir Ermarsundi á mánudagskvöld bar engan árangur í gær og var hlé gert á sjöunda tímanum. Flugmálastofnun Frakklands staðfesti að leikmaðurinn hefði verið um borð í vélinni eftir að orðrómur og óstaðfestar sögur þess efnis spruttu fram. Sala var einn í vélinni auk flugmanns. Litlar líkur eru taldar á að þeir hafi komist lífs af.
Franska knattspyrnufélagið FC Nantes seldi Sala til Cardiff City á laugardaginn. Verðmiðinn var sagður átján milljónir punda og var það met fyrir velska félagið.
Flugvél Sala enn ófundin

Tengdar fréttir

Ranieri þjálfaði Sala hjá Nantes: „Heimsfótboltinn stendur saman og biður fyrir jákvæðum fréttum“
Claudio Ranieri, núverandi stjóri Fulham, segir að framherjinn Emiliano Sala, sem var á meðal farþega í flugvél sem týndist í gær, sé magnaður karakter.

Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag
Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala.

Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund
Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni.