Vilja setja allar hugmyndir um olíuvinnslu í handbremsu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. janúar 2019 21:19 Með breytingunni yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins Vísir/vilhelm Fjórir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu olíu þess efnis að umsókn um leyfi til leitar skuli ekki tekin til afgreiðslu nema uppsöfnun koldíoxíðs í andrúmslofti hafi mælst undir 350 ppm, eða undir hættumörkum, að meðaltali hvern undangenginna tólf mánaða. Með þessu yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, einn flutningsmanna frumvarpsins, í samtali við fréttastofu. „Vísindamenn segja að ef við ætlum að vinna þennan slag þá megum við ekki fullnýta þær olíulindir sem hægt er að vinna og eftir eru í jörðinni,“ segir Andrés. Það yrði óðs manns æði. Hann segir að það sé viðbúið að stjórnvöld nái ekki viðmiðunarmörkunum fyrr en næstu áratugina en þannig sé ákvörðunin sett í hendur komandi kynslóða í staðinn fyrir að „við ákveðum fyrir þær að rústa jörðinni aðeins meira“. Andrés Ingi segir að þetta sé góð og einföld leið því tíu lagaflokkar snerti málaflokkinn. Um er að ræða breytingar á tveimur greinum laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis en breytingarnar hverfast um annars vegar leyfi til leitar og hins vegar leyfi til rannsóknaog vinnslu. Hér er hægt að nálgast frumvarpið. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Fjórir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu olíu þess efnis að umsókn um leyfi til leitar skuli ekki tekin til afgreiðslu nema uppsöfnun koldíoxíðs í andrúmslofti hafi mælst undir 350 ppm, eða undir hættumörkum, að meðaltali hvern undangenginna tólf mánaða. Með þessu yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, einn flutningsmanna frumvarpsins, í samtali við fréttastofu. „Vísindamenn segja að ef við ætlum að vinna þennan slag þá megum við ekki fullnýta þær olíulindir sem hægt er að vinna og eftir eru í jörðinni,“ segir Andrés. Það yrði óðs manns æði. Hann segir að það sé viðbúið að stjórnvöld nái ekki viðmiðunarmörkunum fyrr en næstu áratugina en þannig sé ákvörðunin sett í hendur komandi kynslóða í staðinn fyrir að „við ákveðum fyrir þær að rústa jörðinni aðeins meira“. Andrés Ingi segir að þetta sé góð og einföld leið því tíu lagaflokkar snerti málaflokkinn. Um er að ræða breytingar á tveimur greinum laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis en breytingarnar hverfast um annars vegar leyfi til leitar og hins vegar leyfi til rannsóknaog vinnslu. Hér er hægt að nálgast frumvarpið.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30