Segir 16 prósent landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. janúar 2019 12:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nauðsynlegt að taka lífeyriskerfið til endurskoðunar. vísir/vilhelm „Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
„Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum
Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira