Stúdentar mega ekki hafa það gott Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar