Sambýliskona meints höfuðpaurs fær ekki bílinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2019 19:09 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00