Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“ Fangelsismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“
Fangelsismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira