Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“ Fangelsismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“
Fangelsismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira