Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“ Fangelsismál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. Francic Pakes er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Portsmouth og þekkir vel fangelsiskerfi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Hollandi. „Í heimalandi mínu örvæntir fólk yfir ástandinu í fangelsum. Þau eru vanfjármögnuð og yfirfull. Þetta eru mjög neikvæðir og ógnvekjandi staðir. Ég tel að fangelsin geti verið betri og þannig tryggt betri útkomu fyrir fangana,“ segir Pakes. Það var þess vegna sem hann ákvað að kynna sér aðstæður norðar í álfunni og taka út stöðuna á Íslandi, líklega fyrstur erlendra sérfræðinga í sinni stétt. „Ég spurði yfirvöld hvort ég mætti vera í fangelsum hérna, opnu fangelsunum á Kvíabryggju og að Sogni. Ég spurði hvort ég mætti vera þar í eina viku og lifa eins og fangi og þau leyfðu mér það með glöðu geði.“ Hann kveðst hafa lært ýmislegt af dvölinni. „Fangaverðir í þessu landi fá mjög litla þjálfun. Ég veit ekki hvernig fjármögnunin er í fangelsiskerfinu en fangelsismenningin er mjög ljúf og mjög mild. Þegar fangarnir tala um hluti eru þeir gjarnan jákvæðir og þegar fangaverðir tala um fangana eru þeir líka mjög mildir í máli. Svo sambandið á milli manna er betra, heilbrigðara og jákvæðara en ég hef séð í mörgum öðrum löndum,“ útskýrir Pakes. Aðspurður segir hann þó að eflaust mætti ýmislegt annað fara betur. „Það kæmi sér vel að hugsa meira um þjálfun fangavarða og um útvegun sérfræðiþjónustu fyrir þá sem þurfa á sálfræði- og geðlæknahjálp að halda, hugsa um hvernig hægt væri að veita hana. En fangelsismenningin er mjög sérstök og ég vona að hún muni halda sér.“
Fangelsismál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira