Öflugur skjálfti við Surtsey nokkuð merkilegur að mati jarðfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 13:24 Jarðfræðingar hafa ekki merkt gosóróa á svæðinu eftir skjálftann við Surtsey. Vísir/Getty Öflugur skjálfti mældist við Surtsey í nótt en hann er sá stærsti sem mælst hefur á þeim slóðum í 27 ár. Skjálftinn árið 1992 var 3,4 að stærð en skjálftinn sem reið yfir þegar klukkan vantaði átján mínútur í tvö í nótt var jafn stór. Hann mældist á 14,4 kílómetra dýpi um 2,1 kílómetra norðvestur af Surtsey. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftann í nótt því nokkuð merkilegan en hún segir ekki algengt að skjálftar ríði yfir á þessu svæði. Rúmlega 100 skjálftar hafa mælst við Surtsey frá árinu 1991, eða á 28 ára tímabili. Tveir eftirskjálftar mældust í nótt en jarðfræðingar hafa ekki fundið nein merki um gosórá á þessu svæði sem er virk eldstöð. Engar tilkynningar bárust til Veðurstofunnar vegna fólks sem fann fyrir skjálftanum en helst hefðu það verið íbúar í Vestmannaeyjum og Hvolsvelli. Jarðfræðingar á Veðurstofunni brugðu meira segja á það ráð að heyra í vinum og kunningjum í þessum bæjum en enginn fann fyrir skjálftanum sem reið yfir um miðja nótt. Elísabet segir mikilvægt fyrir jarðfræðinga að fá tilkynningar frá fólki þegar það finnum fyrir jarðskjálftanum því það hjálpar þeim að meta stærð skjálftanna og gera grein fyrir áhrifum þeirra. Að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands myndaðist Surtsey í neðansjávargosi í nóvember árið 1963, þar sem fyrir var um 130 metra dýpi. Lauk Surtseyjargosi í júní árið 1967. Eldgos og jarðhræringar Surtsey Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Öflugur skjálfti mældist við Surtsey í nótt en hann er sá stærsti sem mælst hefur á þeim slóðum í 27 ár. Skjálftinn árið 1992 var 3,4 að stærð en skjálftinn sem reið yfir þegar klukkan vantaði átján mínútur í tvö í nótt var jafn stór. Hann mældist á 14,4 kílómetra dýpi um 2,1 kílómetra norðvestur af Surtsey. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftann í nótt því nokkuð merkilegan en hún segir ekki algengt að skjálftar ríði yfir á þessu svæði. Rúmlega 100 skjálftar hafa mælst við Surtsey frá árinu 1991, eða á 28 ára tímabili. Tveir eftirskjálftar mældust í nótt en jarðfræðingar hafa ekki fundið nein merki um gosórá á þessu svæði sem er virk eldstöð. Engar tilkynningar bárust til Veðurstofunnar vegna fólks sem fann fyrir skjálftanum en helst hefðu það verið íbúar í Vestmannaeyjum og Hvolsvelli. Jarðfræðingar á Veðurstofunni brugðu meira segja á það ráð að heyra í vinum og kunningjum í þessum bæjum en enginn fann fyrir skjálftanum sem reið yfir um miðja nótt. Elísabet segir mikilvægt fyrir jarðfræðinga að fá tilkynningar frá fólki þegar það finnum fyrir jarðskjálftanum því það hjálpar þeim að meta stærð skjálftanna og gera grein fyrir áhrifum þeirra. Að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands myndaðist Surtsey í neðansjávargosi í nóvember árið 1963, þar sem fyrir var um 130 metra dýpi. Lauk Surtseyjargosi í júní árið 1967.
Eldgos og jarðhræringar Surtsey Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira