Borg fyrir lifandi eða liðna? Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Skipulag Mest lesið Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun