Um samflot og brúarsmíði Andri Steinn Hilmarsson skrifar 30. janúar 2019 07:36 Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fossvogsbrú Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar