Um samflot og brúarsmíði Andri Steinn Hilmarsson skrifar 30. janúar 2019 07:36 Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fossvogsbrú Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun