Trump hundsar beiðni þingsins um að upplýsa morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 11:24 Jamal Khashoggi. Myndin er frá minningarathöfn um blaðamanninn. Chris McGrath/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent