Kosningasvindl í Reykjavík? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar