Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. febrúar 2019 18:30 Engin lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Rauða krossins á Íslandi og Heilbrigðisráðuneytisins um yfirtöku ríkisins á rekstri sjúkrabíla í landinu. Tæpur milljarður er í sjúkrabílasjóði sem Rauði krossinn hefur umsjón með en ráðuneytið hefur engan aðgang að. Sjúkrabílaflotinn hefur elst mjög hratt og ástand hans í mörgum tilfellum orðið lélegt. Fréttastofan greindi fyrst frá því um miðjan mars í fyrra að heilbrigðisráðherra hefði tekið ákvörðun um að yfirtaka rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi. Viðskilnaðurinn átti að taka skamman tíma og hafði ráðuneytið aðeins um mánuð til þess að leggja fram tillögur um hvernig yfirtakan um reksturinn mundi eiga sér stað.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla í uppnámi Rauði kross Íslands hefur rekið sjúkrabíla á Íslandi í yfir níutíu ár en í meira en tuttugu ár hefur reksturinn verið samkvæmt samningi við íslenska ríkið með rekstri Sjúkrabílasjóðs.Miklir fjármunir liggja í sjúkrabílasjóði í formi búnaðar, bíla og fjárVísir/JóhannKYfirtakan átti að taka stuttan tíma Um sjúkrabílasjóð snýst deila Rauða krossins og ráðuneytisins. Í sjóðinum eru miklir fjármunir sem bundnir eru meðal annars í búnaði og í bílum. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins 2017 var rúmur milljarður til í eigið fé. Afar skýrar reglur eru um sjúkrabílasjóð sem Rauði krossinn hefur einn yfirráðarétt yfir en má ekki nýta fjármuni nema í afmarkaða útgjaldaliði, tengdum rekstrinum. Á árunum 2016 til 2018 hafa Sjúkratryggingar lagt til fé í sjúkrabílasjóð ár hvert og samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu voru greiddar tæpar rúmar sex hundruð milljónir í reksturinn á þessum þremur árum. Fram kemur í ársreikningi að vegna útvegunnar og reksturs sjúkrabíla námu tekjur umfram gjöld 157 milljónum króna árið 2016 og 171 milljón króna árið 2017. Ástæða þessa mikla rekstrarafgangs er að engin endurnýjun hafi átt sér stað í flotanum.Sjá einnig: Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Síðan ljóst var að ríkið ætlaði sér að yfirtaka reksturinn hafa Ríkiskaup, fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands óskað eftir tilboðum í tuttugu og fimm nýjar sjúkrabifreiðar en útboðinu hefur ítrekað verið frestað nú síðast í gær. Nægir fjármunir eru í sjóðnum til þess að endurnýja flotann. Ríkið kemst ekki í peninginn og Rauði krossinn á Íslandi ætlar ekki að endurnýja bílanna. Á meðan á deilu þessara aðila stendur yngist bílaflotinn ekki sem bitnar einna helst á þeim sem á sjúkrabílunum starfa, það er sjúkraflutningamönnum sem og sjúklingum sem fluttir eru með þeim.Deila Rauða krossins á Íslandi og Heilbrigðisráðuneytisins hefur áhrif á þá sem starfa á sjúrkabílunum og sjúklingum sem fluttir eru með þeim.Vísir/JóhannKLSOS lýsir yfir áhyggjum vegna ástandsins og segja þjónustuna í gíslingu Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sendu frá sé tilkynningu vegna málsins nú á sjötta tímanum þar sem sagt er að mjög alvarlegt ástan sé fyrirliggjandi í sjúkraflutningum á Íslandi vegna frestunar á útboðinu í gær. Tuttugu og fimm sjúkrabifreiðar þurfi strax til að bregðast við bráðavöntun en flotinn telur 84 bíla. Miðað við akstur þeirra og ástand þyrfti að endurnýja helming flotans á þessu ári. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Mjög alvarlegt ástand er fyrirliggjandi í sjúkraflutningum á Íslandi. Engin endurnýjun sjúkrabifreiða hefur átt sér stað síðan árið 2015 og nú er í þrígang búið að fresta útboði nýrra bifreiða.Í fyrra fól Velferðarráðuneytið Sjúkratryggingum Íslands að bjóða út með hraði 25 sjúkrabifreiðar til þess að bregðast við bráðavöntun sem upp var komin. Í júlí 2018 var svo auglýst útboð en opnun þess hefur verið frestað vegna þess aðráðuneytið hefur ekki getað tryggt fjármögnun kaupanna. Fyrst um fjóra mánuði frá september til janúar, frá 10. janúar til 13. febrúar og nú til 13. mars. Samkvæmt upplýsingum LSS liggur enn ekki fyrir hvort Velferðarráðuneytið fái fjárheimild svo að hægt sé að standa við opnun útboðsins þann 13. mars.Á meðan deila ríkið og Rauði Krossinn um hvernig skuli haga uppgjöri sjúkrabílasjóðs sín á milli. Málið er í gíslingu og á sama tíma safnast innkoma af sjúkraflutningum og framlög frá ríkinu í sjóðinn. Þetta ástand er að mati LSS algjörlega óviðunandi.Sjúkrabílaflotinn á landsvísu telur 84 bíla. Samkvæmt viðmiðunartölum um aldur og akstur sjúkrabifreiða þarf að endurnýja yfir helming flotans árið 2019 eða um 47 bifreiðar. Ástandið er fyrir löngu orðið alvarlegt og LSS hefur þungar áhyggjur. Vöntunin heldur áfram að aukast og ástandi flotans hrakar. Dæmum fjölgar um bilanir á þessum mikilvægu flutningstækjum og ljóst er orðið að öryggi starfsmanna og skjólstæðinga er ógnað.LSS undirstrikar alvarleika málsins, það stefnir í algjört óefni, enda tekur um 10 mánuði frá því gengið er frá samningum á grundvelli útboðsins þar til fyrstu bifreiðar eru afgreiddar.Ríkið ber ábyrgð á rekstri sjúkraflutninga í landinu. Þetta mál þarf að leysa án tafar.-Stjórn LSS og fagdeild sjúkraflutningamanna.Uppfært klukkan 19:00 með sameiginlegri yfirlýsingu RKÍ og heilbrigðisráðuneytisins sem sjá má hér fyrir neðan:Opnun útboðs vegna fyrirhugaðra kaupa á sjúkrabílum sem átti að fara fram 7. febrúar hefur verið frestað til 13. mars næstkomandi. Unnið er að samkomulagi milli heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um lyktir samnings um útvegun og rekstur sjúkrabíla sem Rauði krossinn hefur sinnt til fjölda ára.Um er að ræða langt samningssamband og flókna yfirfærslu á mikilvægri þjónustu og þess vegna hefur reynst tímafrekt að vinna úr stöðunni frá því að viðræður hófust í mars. Á þeim tveimur áratugum sem samningar hafa verið í gildi hefur samstarfið verið farsælt og traust ríkt milli aðila. Rauði krossinn lagði fram sjúkrabíla og búnað í upphafi og lagði rekstrinum til fjármuni á samningstímanum. Viðræður hafa snúið að fjárhagslegu uppgjöri og yfirfærslu verkefnisins við samningslok.Samkvæmt sameiginlegri ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins var samið við ráðgjafarfyrirtækið Capacent um að taka saman greinargerð um málið. Capacent skilaði greinargerðinni með niðurstöðum sínum í gær, 7. febrúar. Greinargerðin er til skoðunar hjá aðilum málsins sem hafa orðið ásáttir um að ræða ekki efni hennar opinberlega að svo stöddu. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Engin lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Rauða krossins á Íslandi og Heilbrigðisráðuneytisins um yfirtöku ríkisins á rekstri sjúkrabíla í landinu. Tæpur milljarður er í sjúkrabílasjóði sem Rauði krossinn hefur umsjón með en ráðuneytið hefur engan aðgang að. Sjúkrabílaflotinn hefur elst mjög hratt og ástand hans í mörgum tilfellum orðið lélegt. Fréttastofan greindi fyrst frá því um miðjan mars í fyrra að heilbrigðisráðherra hefði tekið ákvörðun um að yfirtaka rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi. Viðskilnaðurinn átti að taka skamman tíma og hafði ráðuneytið aðeins um mánuð til þess að leggja fram tillögur um hvernig yfirtakan um reksturinn mundi eiga sér stað.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla í uppnámi Rauði kross Íslands hefur rekið sjúkrabíla á Íslandi í yfir níutíu ár en í meira en tuttugu ár hefur reksturinn verið samkvæmt samningi við íslenska ríkið með rekstri Sjúkrabílasjóðs.Miklir fjármunir liggja í sjúkrabílasjóði í formi búnaðar, bíla og fjárVísir/JóhannKYfirtakan átti að taka stuttan tíma Um sjúkrabílasjóð snýst deila Rauða krossins og ráðuneytisins. Í sjóðinum eru miklir fjármunir sem bundnir eru meðal annars í búnaði og í bílum. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins 2017 var rúmur milljarður til í eigið fé. Afar skýrar reglur eru um sjúkrabílasjóð sem Rauði krossinn hefur einn yfirráðarétt yfir en má ekki nýta fjármuni nema í afmarkaða útgjaldaliði, tengdum rekstrinum. Á árunum 2016 til 2018 hafa Sjúkratryggingar lagt til fé í sjúkrabílasjóð ár hvert og samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu voru greiddar tæpar rúmar sex hundruð milljónir í reksturinn á þessum þremur árum. Fram kemur í ársreikningi að vegna útvegunnar og reksturs sjúkrabíla námu tekjur umfram gjöld 157 milljónum króna árið 2016 og 171 milljón króna árið 2017. Ástæða þessa mikla rekstrarafgangs er að engin endurnýjun hafi átt sér stað í flotanum.Sjá einnig: Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Síðan ljóst var að ríkið ætlaði sér að yfirtaka reksturinn hafa Ríkiskaup, fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands óskað eftir tilboðum í tuttugu og fimm nýjar sjúkrabifreiðar en útboðinu hefur ítrekað verið frestað nú síðast í gær. Nægir fjármunir eru í sjóðnum til þess að endurnýja flotann. Ríkið kemst ekki í peninginn og Rauði krossinn á Íslandi ætlar ekki að endurnýja bílanna. Á meðan á deilu þessara aðila stendur yngist bílaflotinn ekki sem bitnar einna helst á þeim sem á sjúkrabílunum starfa, það er sjúkraflutningamönnum sem og sjúklingum sem fluttir eru með þeim.Deila Rauða krossins á Íslandi og Heilbrigðisráðuneytisins hefur áhrif á þá sem starfa á sjúrkabílunum og sjúklingum sem fluttir eru með þeim.Vísir/JóhannKLSOS lýsir yfir áhyggjum vegna ástandsins og segja þjónustuna í gíslingu Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sendu frá sé tilkynningu vegna málsins nú á sjötta tímanum þar sem sagt er að mjög alvarlegt ástan sé fyrirliggjandi í sjúkraflutningum á Íslandi vegna frestunar á útboðinu í gær. Tuttugu og fimm sjúkrabifreiðar þurfi strax til að bregðast við bráðavöntun en flotinn telur 84 bíla. Miðað við akstur þeirra og ástand þyrfti að endurnýja helming flotans á þessu ári. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Mjög alvarlegt ástand er fyrirliggjandi í sjúkraflutningum á Íslandi. Engin endurnýjun sjúkrabifreiða hefur átt sér stað síðan árið 2015 og nú er í þrígang búið að fresta útboði nýrra bifreiða.Í fyrra fól Velferðarráðuneytið Sjúkratryggingum Íslands að bjóða út með hraði 25 sjúkrabifreiðar til þess að bregðast við bráðavöntun sem upp var komin. Í júlí 2018 var svo auglýst útboð en opnun þess hefur verið frestað vegna þess aðráðuneytið hefur ekki getað tryggt fjármögnun kaupanna. Fyrst um fjóra mánuði frá september til janúar, frá 10. janúar til 13. febrúar og nú til 13. mars. Samkvæmt upplýsingum LSS liggur enn ekki fyrir hvort Velferðarráðuneytið fái fjárheimild svo að hægt sé að standa við opnun útboðsins þann 13. mars.Á meðan deila ríkið og Rauði Krossinn um hvernig skuli haga uppgjöri sjúkrabílasjóðs sín á milli. Málið er í gíslingu og á sama tíma safnast innkoma af sjúkraflutningum og framlög frá ríkinu í sjóðinn. Þetta ástand er að mati LSS algjörlega óviðunandi.Sjúkrabílaflotinn á landsvísu telur 84 bíla. Samkvæmt viðmiðunartölum um aldur og akstur sjúkrabifreiða þarf að endurnýja yfir helming flotans árið 2019 eða um 47 bifreiðar. Ástandið er fyrir löngu orðið alvarlegt og LSS hefur þungar áhyggjur. Vöntunin heldur áfram að aukast og ástandi flotans hrakar. Dæmum fjölgar um bilanir á þessum mikilvægu flutningstækjum og ljóst er orðið að öryggi starfsmanna og skjólstæðinga er ógnað.LSS undirstrikar alvarleika málsins, það stefnir í algjört óefni, enda tekur um 10 mánuði frá því gengið er frá samningum á grundvelli útboðsins þar til fyrstu bifreiðar eru afgreiddar.Ríkið ber ábyrgð á rekstri sjúkraflutninga í landinu. Þetta mál þarf að leysa án tafar.-Stjórn LSS og fagdeild sjúkraflutningamanna.Uppfært klukkan 19:00 með sameiginlegri yfirlýsingu RKÍ og heilbrigðisráðuneytisins sem sjá má hér fyrir neðan:Opnun útboðs vegna fyrirhugaðra kaupa á sjúkrabílum sem átti að fara fram 7. febrúar hefur verið frestað til 13. mars næstkomandi. Unnið er að samkomulagi milli heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um lyktir samnings um útvegun og rekstur sjúkrabíla sem Rauði krossinn hefur sinnt til fjölda ára.Um er að ræða langt samningssamband og flókna yfirfærslu á mikilvægri þjónustu og þess vegna hefur reynst tímafrekt að vinna úr stöðunni frá því að viðræður hófust í mars. Á þeim tveimur áratugum sem samningar hafa verið í gildi hefur samstarfið verið farsælt og traust ríkt milli aðila. Rauði krossinn lagði fram sjúkrabíla og búnað í upphafi og lagði rekstrinum til fjármuni á samningstímanum. Viðræður hafa snúið að fjárhagslegu uppgjöri og yfirfærslu verkefnisins við samningslok.Samkvæmt sameiginlegri ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins var samið við ráðgjafarfyrirtækið Capacent um að taka saman greinargerð um málið. Capacent skilaði greinargerðinni með niðurstöðum sínum í gær, 7. febrúar. Greinargerðin er til skoðunar hjá aðilum málsins sem hafa orðið ásáttir um að ræða ekki efni hennar opinberlega að svo stöddu.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15
Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45