Sögulegur fangelsisdómur yfir farandþjófi staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 16:12 Frá Fáskrúðsfirði, einum af viðkomustað þjófsins um landið. Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota. Wyszpolski var í félagi við föður sinn á Austfjörðum síðastliðið sumar. Eitt innbrotið heppnaðist ekki en lauk með því að Wyszpolski kýldi húsráðanda áður en hann flúði af vettvangi. Wyszpolski virðist stunda það að fara inn í ólæst hús og stela því sem virði þykir. Voru íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum síðastliðið sumar og hjálpast að við nágrannavörslu.Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða dóm úr Héraðsdómi Suðurlands frá því í september og má segja dóminn sögulegan. Hann hefur nú hlotið dóm í átta löndum fyrir afbrot frá árinu 2008. Hefur hann verið dæmdur í Noregi, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Lúxemborg, Svíþjóð, Póllandi og nú Íslandi. Innbrot mannsins á Íslandi síðastliðið sumar vöktu þónokkra athygli og fóru sérstaklega ekki fram hjá íbúum á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Var það 26. júní sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Kýldi Wyszpolski íbúann í kvðinn og flúði í framhaldinu á bíl með föður sínum á ofsaferð. Brot mannsins eru af alls kyns toga. Þjófnaður í flestum tilfellum en einnig fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Wyszpolski játaði brot sín en áfrýjaði dómnum þar sem hann vildi freysta þess að fá mildari dóm og meiri frádrátt á gæsluvarðhaldi. Staðfesti Landsréttur dóminn að öðru leyti en því að gæsluvarðhald samfleytt frá 31. ágúst skuli draga frá refsingu hans. Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota. Wyszpolski var í félagi við föður sinn á Austfjörðum síðastliðið sumar. Eitt innbrotið heppnaðist ekki en lauk með því að Wyszpolski kýldi húsráðanda áður en hann flúði af vettvangi. Wyszpolski virðist stunda það að fara inn í ólæst hús og stela því sem virði þykir. Voru íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum síðastliðið sumar og hjálpast að við nágrannavörslu.Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða dóm úr Héraðsdómi Suðurlands frá því í september og má segja dóminn sögulegan. Hann hefur nú hlotið dóm í átta löndum fyrir afbrot frá árinu 2008. Hefur hann verið dæmdur í Noregi, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Lúxemborg, Svíþjóð, Póllandi og nú Íslandi. Innbrot mannsins á Íslandi síðastliðið sumar vöktu þónokkra athygli og fóru sérstaklega ekki fram hjá íbúum á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Var það 26. júní sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Kýldi Wyszpolski íbúann í kvðinn og flúði í framhaldinu á bíl með föður sínum á ofsaferð. Brot mannsins eru af alls kyns toga. Þjófnaður í flestum tilfellum en einnig fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Wyszpolski játaði brot sín en áfrýjaði dómnum þar sem hann vildi freysta þess að fá mildari dóm og meiri frádrátt á gæsluvarðhaldi. Staðfesti Landsréttur dóminn að öðru leyti en því að gæsluvarðhald samfleytt frá 31. ágúst skuli draga frá refsingu hans.
Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15
Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16