Prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 23:00 Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs fagna saman einum af titlunum 34 sem þeir unnu saman. Getty/John Peters Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn