Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 11:54 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55