Akureyringar fá að segja álit sitt á breytingu á nafni bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“ Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira