Fjárfestum í heilsu Þorsteinn Víglundsson skrifar 6. febrúar 2019 11:15 Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun