Allir lífeyrissjóðir í hluthafahópi framtakssjóðsins Horns II, að undanskildum Gildi lífeyrissjóði, samþykktu að ganga inn í kaup Kólfs á hlut sjóðsins í Hvatningu, sem fer með tæplega 40 prósenta hlut í Bláa lóninu. Auk Gildis ákváðu tveir hluthafar, sem fara báðir með óverulegan eignarhlut í framtakssjóðnum, að hverfa úr hópi eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Tilkynnt var um það í nóvember í fyrra að samkomulag hefði náðst um kaup Kólfs, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, á 49,45 prósenta hlut Horns II í Hvatningu. Var hluthöfum framtakssjóðsins, sem er í rekstri Landsbréfa, veittur kaupréttur á sama gengi til loka janúar á þeim hlutum sem voru undir í viðskiptunum.
ViðskiptaMogginn greindi fyrst frá því í liðinni viku að Gildi lífeyrissjóður, sem heldur á ríflega 18 prósenta hlut í Horni II, hefði ákveðið að ganga ekki inn í kaupin en samkvæmt heimildum blaðsins tengdist ástæðan „verulegum annmörkum á skjalagerð sem tengist fjárfestingunni“, eins og það var orðað.
Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum í byrjun desember er Bláa lónið verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í umræddu samkomulagi Kólfs og Horns II.
Auk Gildis lífeyrissjóðs er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi Horns II með rúmlega 18 prósenta hlut. Landsbankinn fer með 7,7 prósenta hlut í sjóðnum, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5,9 próesnta hlut og og VÍS með 5,4 prósenta hlut.
Þeir hluthafar í framtakssjóðnum sem ákváðu að halda í eignarhlut sinn munu gera það í gegnum nýtt félag sem verður stofnað um hlut þeirra og Kólfs í Hvatningu.
Allir sjóðirnir nema Gildi nýttu sér kaupréttinn
Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent


Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent


Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent