Borgun tapaði rúmlega milljarði Hörður Ægisson og Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. febrúar 2019 06:45 Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Borgunnar. Borgun tapaði rúmlega milljarði króna í fyrra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 350 milljónir króna árið 2017 og árið áður nam hagnaður af reglulegri starfsemi um 1,6 milljörðum króna. Það ár hagnaðist Borgun um 6,2 milljarða króna vegna sölu á hlut í Visa Europe. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Borgunar, vildi ekki staðfesta fjárhæðina í samtali við Markaðinn, fyrr en hluthafar hefðu verið upplýstir um gang mála. Hann segir að reksturinn gangi samkvæmt áætlun. Borgun starfi á ólíkum mörkuðum, það standi að útgáfu greiðslukorta á Íslandi og sé í færsluhirðingu á Íslandi, í Bretlandi, Króatíu, Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu. „Vöxturinn í færsluhirðingu er erlendis,“ segir hann. Markaðshlutdeildin á Íslandi sé 52 prósent. Sæmundur segir að sex starfsmönnum hafi verið sagt upp um mánaðamótin. Fyrirtækið eigi í harðri samkeppni og þurfi að straumlínulaga reksturinn. Fram kom í Markaðnum í síðasta mánuði að Íslandsbanki hafi ákveðið að hefja að nýju söluferli á 63,5 prósenta hlut sínum í Borgun. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners annast söluna. Bankinn fékk Corestar Partners í september 2016 til ráðgjafar við að móta framtíðarstefnu um hlut sinn í Borgun. Minnihlutaeigendur Borgunar horfa jafnframt til þess að selja hlut sinn í fyrirhuguðu söluferli. Eignarhaldsfélagið Borgun, sem er samlagsfélag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, á 32,4 prósenta hlut í Borgun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Borgun tapaði rúmlega milljarði króna í fyrra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 350 milljónir króna árið 2017 og árið áður nam hagnaður af reglulegri starfsemi um 1,6 milljörðum króna. Það ár hagnaðist Borgun um 6,2 milljarða króna vegna sölu á hlut í Visa Europe. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Borgunar, vildi ekki staðfesta fjárhæðina í samtali við Markaðinn, fyrr en hluthafar hefðu verið upplýstir um gang mála. Hann segir að reksturinn gangi samkvæmt áætlun. Borgun starfi á ólíkum mörkuðum, það standi að útgáfu greiðslukorta á Íslandi og sé í færsluhirðingu á Íslandi, í Bretlandi, Króatíu, Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu. „Vöxturinn í færsluhirðingu er erlendis,“ segir hann. Markaðshlutdeildin á Íslandi sé 52 prósent. Sæmundur segir að sex starfsmönnum hafi verið sagt upp um mánaðamótin. Fyrirtækið eigi í harðri samkeppni og þurfi að straumlínulaga reksturinn. Fram kom í Markaðnum í síðasta mánuði að Íslandsbanki hafi ákveðið að hefja að nýju söluferli á 63,5 prósenta hlut sínum í Borgun. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners annast söluna. Bankinn fékk Corestar Partners í september 2016 til ráðgjafar við að móta framtíðarstefnu um hlut sinn í Borgun. Minnihlutaeigendur Borgunar horfa jafnframt til þess að selja hlut sinn í fyrirhuguðu söluferli. Eignarhaldsfélagið Borgun, sem er samlagsfélag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, á 32,4 prósenta hlut í Borgun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira