Húsnæðismál Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 5. febrúar 2019 21:54 Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun