Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 14:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór. Eurovision Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór.
Eurovision Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira