Vilja rafvæða norska ferjuflotann fyrir 2025 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2019 08:45 Nýjasta rafmagnsferjan "Kommandøren“ á siglingu þvert yfir Sognfjörð milli hafnanna Mannheller og Fodnes, Mynd/Fjord1. Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs: Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs:
Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45