Lauslátasta nunnan í klaustrinu Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar