Þriggja og hálfs árs fangelsisdómur fyrir nauðgun staðfestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:48 Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16