Mennirnir á bak við Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 17:04 Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Ásta Sif Árnadóttir Svo virðist vera sem mikil eftirvænting sé eftir framlagi hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni Sjónvarpsins en um 45% þátttakenda í óformlegri könnun Vísis töldu lag hennar eiga eftir að fara alla leið sem framlag Íslands í Eurovision. Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra og ljóst að þessi sveit og þetta framlag er ansi frábrugðið öðru því sem sést hefur í þessari sögufrægu keppni. Hljómsveitin hefur verið starfandi í hart nær þrjú ár og er þekkt fyrir bdsm-klæðnað og listræna gjörninga og hefur hljómsveitin leikið sér að því að senda frá villandi upplýsingar til að sveipa þessu bandi nokkurri dulúð. Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara.FréttablaðiðMatthías Tryggvi er söngvari Hatara en hann er útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur starfað undanfarið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins.Klemens Hannigan, annar af söngvurum Hatara.YouTubeKlemens Hannigan er einnig söngvari í sveitinni en hann er útskrifaður húsgagnasmiður frá Tækniskólanum en ætla má að námið hafi nýst honum vel því hann hannaði og smíðaði sviðsmynd við nýtt myndband við Söngvakeppnis-framlag sveitarinnar sem var frumsýnt í dag.Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara. FBL/Anton BrinkEinar Stefánsson starfar hjá Red Bull á Íslandi og var í viðtali við Fréttablaðið um daginn þar sem hann ræddi um tónlistarakademíu Red Bull og hvatti íslenska tónlistarmenn til að sækja um. Svikamylla ehf. er rekstraraðili Hatara en fyrirtækið á og rekur vefinn Iceland Music News þar sem einungis er að finna fréttir um sveitina.Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News.SkjáskotSveitin tilkynnti með miklum látum um lokatónleika sína á síðasta ári sem fóru fram á skemmtistaðnum Húrra við mikla hrifningu viðstaddra. Það gerði sveitin þó hún væri bókuð á hollensku tónlistarhátíðina Eurosonic sem fór fram í janúar síðastliðnum. Sveitin mun keppa á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram laugardagskvöldið 9. febrúar næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Svo virðist vera sem mikil eftirvænting sé eftir framlagi hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni Sjónvarpsins en um 45% þátttakenda í óformlegri könnun Vísis töldu lag hennar eiga eftir að fara alla leið sem framlag Íslands í Eurovision. Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra og ljóst að þessi sveit og þetta framlag er ansi frábrugðið öðru því sem sést hefur í þessari sögufrægu keppni. Hljómsveitin hefur verið starfandi í hart nær þrjú ár og er þekkt fyrir bdsm-klæðnað og listræna gjörninga og hefur hljómsveitin leikið sér að því að senda frá villandi upplýsingar til að sveipa þessu bandi nokkurri dulúð. Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara.FréttablaðiðMatthías Tryggvi er söngvari Hatara en hann er útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur starfað undanfarið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins.Klemens Hannigan, annar af söngvurum Hatara.YouTubeKlemens Hannigan er einnig söngvari í sveitinni en hann er útskrifaður húsgagnasmiður frá Tækniskólanum en ætla má að námið hafi nýst honum vel því hann hannaði og smíðaði sviðsmynd við nýtt myndband við Söngvakeppnis-framlag sveitarinnar sem var frumsýnt í dag.Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara. FBL/Anton BrinkEinar Stefánsson starfar hjá Red Bull á Íslandi og var í viðtali við Fréttablaðið um daginn þar sem hann ræddi um tónlistarakademíu Red Bull og hvatti íslenska tónlistarmenn til að sækja um. Svikamylla ehf. er rekstraraðili Hatara en fyrirtækið á og rekur vefinn Iceland Music News þar sem einungis er að finna fréttir um sveitina.Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News.SkjáskotSveitin tilkynnti með miklum látum um lokatónleika sína á síðasta ári sem fóru fram á skemmtistaðnum Húrra við mikla hrifningu viðstaddra. Það gerði sveitin þó hún væri bókuð á hollensku tónlistarhátíðina Eurosonic sem fór fram í janúar síðastliðnum. Sveitin mun keppa á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram laugardagskvöldið 9. febrúar næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45
Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30
Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38