Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 11:38 Árni Steingrímur hóf undirskriftarsöfnunina þar sem hvatt er til þess að RÚV sniðgangi Eurovision í Ísrael. Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael. Eurovision Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael.
Eurovision Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira