Mál til komið að við látum í okkur heyra og að okkur kveða í Evrópu Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. febrúar 2019 12:00 Ég átti fund með fjórum háttsettum embættismönnum ESB í Brussel 20. nóvember sl. til að kanna stöðu Íslands hjá ESB, bæði með tilliti til aðildar og upptöku Evru. Ég skrifaði svo grein um þessa heimsókn, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 5. desember sl. Í framhaldi af því, bað ég – með góðfúslegri aðstoð sendiherra ESB á Íslandi – um fund með Seðlabanka Evrópu í sama skyni. Fundurinn fór fram 14. janúar sl. Ég hitti 2 yfirhagfræðinga bankans, auk helsta ráðgjafa hans gagnvart nýjum aðildarríkjum og nýjum Evru-umsóknaraðilum. Enn voru allar hliðar á Evrustöðu í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó ræddar með tilliti til þess, hvort Ísland gæti líka tekið upp Evru, án fullrar ESB-aðildar, eins og þessi ríki höfðu gert, en sögulegar ástæður eru fyrir því, að þau gátu tekið upp Evruna (þessi ríki voru með Þýzka markið, Ítölsku líruna og Franska frankann fyrir). Michael Sturm, aðalráðgjafi bankans í þessum málum, sem einkum hafði orð fyrir bankamönnum, sagði, að Ísland væri frjálst að því að taka einhliða upp Evru, án fullrar ESB-aðildar og án samvinnu og samráðs við ESB og Seðlabanka Evrópu, en hann sagðist alls ekki mæla með því. Í fyrsta lagi væri þá enginn stuðningur bankans við Ísland til staðar, ef tímar versnuðu og landið þyrfti á efnahagslegum stuðningi að halda, en fullgildir Evru-aðilar nytu slíks stuðnings í ríkum mæli, auk þess, sem slík einhliða upptaka myndi torvelda og flækja endanlega aðildarsamninga Íslands stórlega, ef og þegar til þeirra kæmi. Nefndi hann sem dæmi, að nú væru ESB-aðildarsamningar í gangi við Svartfjallaland, sem hefur Evru án aðildar fyrir, og ylli þetta miklum flækjum og vandræðum í samningunum. Ástæðan væri sú, að það væru skýrar línur um aðildar- og upptökuferlið í ESB sáttmálanum (EU Treaty), og væri nú ekki hægt að fylgja því ferli. Á þessu ferli væri nánast enginn sveigjanleiki, og væru samningaumleitanir í hálfgerðu strandi. Eitt af formlegum upptökuskilyrðum væri, að gengi gjaldmiðils væri kannað og metið í ákveðinn tíma fyrir upptöku Evru. Þar eð Svartfjallaland hefði Evru fyrir, væri ekki hægt að fullnægja þessu skilyrði sáttmálans. Aðalráðgjafinn mælti eindregið með því að Ísland myndi fara þá leið, sem sáttmálinn segði til um; ljúka aðildarsamningum, sem hann taldi persónulega að þyrfti ekki að taka mjög langan tíma, ef Íslendingar beittu sér í málinu, og svo fara í Evru-upptökuferlið. Eftir að við höfðum farið í gegnum stöðu Íslands með tilliti til skilyrða Maastricht-samningsins, virtist leið í Evru greið. Ísland stendur í þessu tilliti mjög vel. Ég lagði þá spurningu fyrir fundinn, hvernig litið væri á ESB-aðildarumsókn Íslands í bankanum. Bankamennirnir kusu að svara því ekki. Sjálfur sagðist ég líta svo á, að aðildasamningar væru bara í biðstöðu, og, að bréf utanríkisráðherra (Gunnars Braga), frá 12.03.15, hefði lögformlega ekki rift samningaumleitunum, heldur aðeins sett þær í biðstöðu, þar sem samþykki Alþingis fyrir bréfinu hefði ekki fengizt og ekki verið til staðar. Fundarmenn tjáðu sig ekki um þetta, en enginn mótmælti heldur þessari túlkun minni. Ef þessi túlkun reynist rétt, er auðvitað einfalt og fljótlegt að taka um samningaþráðinn við ESB að nýju. Niðurstaða mín, hvað tímalengd varðar, eftir þennan fund, er sú sama og eftir fundinn í Brussel; 2 ár til að ljúka samningum og 1 ár til að koma krónunni í ERM2-tengingu (eins og Danska krónan er) og svo 2 ár til viðbótar til að fá Evruna endanleg. Þetta ferli yrði því 5 ár, en eftir 3 ár væri krónan kominn með styrk Evru í gegnum ERM2-mekanísmann (leyfðar sveiflur 2,25%), sem myndi tryggja stöðugleika, sem við höfum aldrei kynnst eða búið við. ERM2-mekanísminn ætti líka að tryggja snarlega vaxtalækkun. Skv. Gallup-skoðanakönnun í október sl. studdu 56% upptöku Evru og 43% inngöngu í ESB. Eftir að hafa skoðað þessi mál rækilega, sem sagt bæði hjá ESB í Brussel og hjá Evrópska Seðalabankanum í Frankfurt, vil ég með þessari grein gera mönnum það ljóst, ekki sízt þessum 56% Evru-sinnum, að eina góða leiðin í Evruna er full aðild að ESB, en þegar það er sagt, verður að hafa í huga, að við erum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku okkar í Schengen-samkomulaginu. Það vantar því lítið upp á, en loka spurnigarnar snúast um landbúnað og sjávarútveg, en, bæði Finnar og Svíar fengu undanþágur í lanbúnaðarmálum, vegna „norrænar legu“, sem við myndum eflaust líka fá, og Malta hélt fullum yfirráðum yfir sínum fiskimiðum, við inngöngu í ESB, á grundvelli þeirrar staðreyndar, að þeir hefðu einir stjórnað og stundað veiðar á þessum fiskimiðum í gegnum söguna. Það eru yfirgnæfandi líkur á því, að við gætum samið við ESB með sama hætti, hvað varðar okkar fiskimið. Tröllasögur um það, að ekki sé hægt að semja við ESB eru út rangar eða út í hött, eins og fjölmörg dæmi sanna. ESB er sveigjanlegt í flestu, nema neytendavernd og umhverfis- og náttúruvernd. Þar er ESB grjóthart, líka gagnvart alþjóða verzlunar- og tæknirisum, sem freista þess að okra á neytendum í krafti stæraðar sinnar og máttar; þar gefur ESB ekkert eftir, beitir sektum, svo um munar, og er það vel. Við fulla inngöngu í ESB, fengjum við líka okkar eiginn kommissar í Brussel og 6 þingmenn á Evrópuþingið; Íslendingar gætu loks farið að láta að sér kveða í Evrópumálum og haft áhrif á evrópska lagasetningu.Höfundur er stofnandi Jarðarvina og alþjóðlegur fjársýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Heimsókn í höfuðstöðvar ESB í Brussel Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég átti fund með fjórum háttsettum embættismönnum ESB í Brussel 20. nóvember sl. til að kanna stöðu Íslands hjá ESB, bæði með tilliti til aðildar og upptöku Evru. Ég skrifaði svo grein um þessa heimsókn, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 5. desember sl. Í framhaldi af því, bað ég – með góðfúslegri aðstoð sendiherra ESB á Íslandi – um fund með Seðlabanka Evrópu í sama skyni. Fundurinn fór fram 14. janúar sl. Ég hitti 2 yfirhagfræðinga bankans, auk helsta ráðgjafa hans gagnvart nýjum aðildarríkjum og nýjum Evru-umsóknaraðilum. Enn voru allar hliðar á Evrustöðu í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó ræddar með tilliti til þess, hvort Ísland gæti líka tekið upp Evru, án fullrar ESB-aðildar, eins og þessi ríki höfðu gert, en sögulegar ástæður eru fyrir því, að þau gátu tekið upp Evruna (þessi ríki voru með Þýzka markið, Ítölsku líruna og Franska frankann fyrir). Michael Sturm, aðalráðgjafi bankans í þessum málum, sem einkum hafði orð fyrir bankamönnum, sagði, að Ísland væri frjálst að því að taka einhliða upp Evru, án fullrar ESB-aðildar og án samvinnu og samráðs við ESB og Seðlabanka Evrópu, en hann sagðist alls ekki mæla með því. Í fyrsta lagi væri þá enginn stuðningur bankans við Ísland til staðar, ef tímar versnuðu og landið þyrfti á efnahagslegum stuðningi að halda, en fullgildir Evru-aðilar nytu slíks stuðnings í ríkum mæli, auk þess, sem slík einhliða upptaka myndi torvelda og flækja endanlega aðildarsamninga Íslands stórlega, ef og þegar til þeirra kæmi. Nefndi hann sem dæmi, að nú væru ESB-aðildarsamningar í gangi við Svartfjallaland, sem hefur Evru án aðildar fyrir, og ylli þetta miklum flækjum og vandræðum í samningunum. Ástæðan væri sú, að það væru skýrar línur um aðildar- og upptökuferlið í ESB sáttmálanum (EU Treaty), og væri nú ekki hægt að fylgja því ferli. Á þessu ferli væri nánast enginn sveigjanleiki, og væru samningaumleitanir í hálfgerðu strandi. Eitt af formlegum upptökuskilyrðum væri, að gengi gjaldmiðils væri kannað og metið í ákveðinn tíma fyrir upptöku Evru. Þar eð Svartfjallaland hefði Evru fyrir, væri ekki hægt að fullnægja þessu skilyrði sáttmálans. Aðalráðgjafinn mælti eindregið með því að Ísland myndi fara þá leið, sem sáttmálinn segði til um; ljúka aðildarsamningum, sem hann taldi persónulega að þyrfti ekki að taka mjög langan tíma, ef Íslendingar beittu sér í málinu, og svo fara í Evru-upptökuferlið. Eftir að við höfðum farið í gegnum stöðu Íslands með tilliti til skilyrða Maastricht-samningsins, virtist leið í Evru greið. Ísland stendur í þessu tilliti mjög vel. Ég lagði þá spurningu fyrir fundinn, hvernig litið væri á ESB-aðildarumsókn Íslands í bankanum. Bankamennirnir kusu að svara því ekki. Sjálfur sagðist ég líta svo á, að aðildasamningar væru bara í biðstöðu, og, að bréf utanríkisráðherra (Gunnars Braga), frá 12.03.15, hefði lögformlega ekki rift samningaumleitunum, heldur aðeins sett þær í biðstöðu, þar sem samþykki Alþingis fyrir bréfinu hefði ekki fengizt og ekki verið til staðar. Fundarmenn tjáðu sig ekki um þetta, en enginn mótmælti heldur þessari túlkun minni. Ef þessi túlkun reynist rétt, er auðvitað einfalt og fljótlegt að taka um samningaþráðinn við ESB að nýju. Niðurstaða mín, hvað tímalengd varðar, eftir þennan fund, er sú sama og eftir fundinn í Brussel; 2 ár til að ljúka samningum og 1 ár til að koma krónunni í ERM2-tengingu (eins og Danska krónan er) og svo 2 ár til viðbótar til að fá Evruna endanleg. Þetta ferli yrði því 5 ár, en eftir 3 ár væri krónan kominn með styrk Evru í gegnum ERM2-mekanísmann (leyfðar sveiflur 2,25%), sem myndi tryggja stöðugleika, sem við höfum aldrei kynnst eða búið við. ERM2-mekanísminn ætti líka að tryggja snarlega vaxtalækkun. Skv. Gallup-skoðanakönnun í október sl. studdu 56% upptöku Evru og 43% inngöngu í ESB. Eftir að hafa skoðað þessi mál rækilega, sem sagt bæði hjá ESB í Brussel og hjá Evrópska Seðalabankanum í Frankfurt, vil ég með þessari grein gera mönnum það ljóst, ekki sízt þessum 56% Evru-sinnum, að eina góða leiðin í Evruna er full aðild að ESB, en þegar það er sagt, verður að hafa í huga, að við erum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku okkar í Schengen-samkomulaginu. Það vantar því lítið upp á, en loka spurnigarnar snúast um landbúnað og sjávarútveg, en, bæði Finnar og Svíar fengu undanþágur í lanbúnaðarmálum, vegna „norrænar legu“, sem við myndum eflaust líka fá, og Malta hélt fullum yfirráðum yfir sínum fiskimiðum, við inngöngu í ESB, á grundvelli þeirrar staðreyndar, að þeir hefðu einir stjórnað og stundað veiðar á þessum fiskimiðum í gegnum söguna. Það eru yfirgnæfandi líkur á því, að við gætum samið við ESB með sama hætti, hvað varðar okkar fiskimið. Tröllasögur um það, að ekki sé hægt að semja við ESB eru út rangar eða út í hött, eins og fjölmörg dæmi sanna. ESB er sveigjanlegt í flestu, nema neytendavernd og umhverfis- og náttúruvernd. Þar er ESB grjóthart, líka gagnvart alþjóða verzlunar- og tæknirisum, sem freista þess að okra á neytendum í krafti stæraðar sinnar og máttar; þar gefur ESB ekkert eftir, beitir sektum, svo um munar, og er það vel. Við fulla inngöngu í ESB, fengjum við líka okkar eiginn kommissar í Brussel og 6 þingmenn á Evrópuþingið; Íslendingar gætu loks farið að láta að sér kveða í Evrópumálum og haft áhrif á evrópska lagasetningu.Höfundur er stofnandi Jarðarvina og alþjóðlegur fjársýslumaður.
Heimsókn í höfuðstöðvar ESB í Brussel Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. 5. desember 2018 07:00
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar