Sænsk leikstjarna hangir í Hólminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 15:00 Lena Endre er landsmönnum sem þekkja til Millenium þríleiksins að góðu kunn. Getty/Andrew H. Walker Sænska leikkonan Lena Endre lætur fara vel um sig í Stykkishólmi þessa dagana við tökur á átta þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið 20/20 fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Yellowbird. Saga film er í lykilhlutverki við tökurnar og segir Bergsveinn Jónsson tökustaðastjóri að öllum sé mikið í mun að allt sé í nánu samstarfi við íbúa í Stykkishólmi. Tökuliðið mætti í Stykkishólm í byrjun vikunnar og sást til Lenu Endre á veitingastaðnum Narfeyrarstofu þar sem reikna má með að verði gestkvæmt næstu daga. Greint var frá því á vef RÚV í nóvember að serían væri skrifuð af Jónasi Margeiri Ingólfssyni, Jóhanni Ævari Grímssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.Fjölmörg farartæki Samkvæmt heimildum Vísis gerist serían á Grænlandi þar sem fundur stendur yfir sem tengist loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Fóru handritshöfundar til Grænlands í fyrravetur og sagði Jónas Margeir í viðtali við RÚV að stuðst væri við sögur og atvik frá heimsókn þeirra þangað. Stykkishólmur virðist hafa verið valinn þar sem bærinn svipar á ýmsan hátt til bæja á Grænlandi. Er reiknað með því að tökur standi yfir að minnsta kosti til 13. mars. „Það er okkur mikið í mun að vinna í góðu samstarfi við ykkur kæru íbúar og er það okkur ofarlega í huga að þið verðið ekki fyrir óþægindum vegna starfs okkar. Okkur fylgja mikið af farartækjum ásamt nokkrir af stærri gerðinni og þó nokkuð umstang en við munum reyna að lágmarka umgang og truflun eins og mögulegt er,“ segir tökustjórinn Bergsveinn Jónsson á vef Stykkishólmsbæjar.Þekkt úr þríleik „Við komum til með að tilkynna ykkur reglulega í hvaða götum við komum til með að vera að vinna í með stuttum fyrirvara, og mun sú tilkynning birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Stykkishólmsbæjar. Ef eitthvað kemur upp á eða þið verðið fyrir ónæði eða óþægindum af okkar völdum biðjum við ykkur um að hika ekki við að hafa samband og munum við bregðast við eins fljótt og auðið er.“ Lena Endre, sem fagnar 64 ára afmæli í sumar, er aðdáendum kvikmynda eftir bókum Stieg Larsson að góðu kunn. Þar leikur hún Eriku Berger í myndunum Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Þá lék hún sömuleiðis í sjónvarpsþáttunum Wallander, í annarri þáttaröð, og í The Master, kvikmynd Paul Thomas Anderson, með Joaquin Phoenix, Phillip Seymour Hoffman, Amy Adams og Lauru Dern. Bíó og sjónvarp Stykkishólmur Tengdar fréttir Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Sænska leikkonan Lena Endre lætur fara vel um sig í Stykkishólmi þessa dagana við tökur á átta þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið 20/20 fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Yellowbird. Saga film er í lykilhlutverki við tökurnar og segir Bergsveinn Jónsson tökustaðastjóri að öllum sé mikið í mun að allt sé í nánu samstarfi við íbúa í Stykkishólmi. Tökuliðið mætti í Stykkishólm í byrjun vikunnar og sást til Lenu Endre á veitingastaðnum Narfeyrarstofu þar sem reikna má með að verði gestkvæmt næstu daga. Greint var frá því á vef RÚV í nóvember að serían væri skrifuð af Jónasi Margeiri Ingólfssyni, Jóhanni Ævari Grímssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.Fjölmörg farartæki Samkvæmt heimildum Vísis gerist serían á Grænlandi þar sem fundur stendur yfir sem tengist loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Fóru handritshöfundar til Grænlands í fyrravetur og sagði Jónas Margeir í viðtali við RÚV að stuðst væri við sögur og atvik frá heimsókn þeirra þangað. Stykkishólmur virðist hafa verið valinn þar sem bærinn svipar á ýmsan hátt til bæja á Grænlandi. Er reiknað með því að tökur standi yfir að minnsta kosti til 13. mars. „Það er okkur mikið í mun að vinna í góðu samstarfi við ykkur kæru íbúar og er það okkur ofarlega í huga að þið verðið ekki fyrir óþægindum vegna starfs okkar. Okkur fylgja mikið af farartækjum ásamt nokkrir af stærri gerðinni og þó nokkuð umstang en við munum reyna að lágmarka umgang og truflun eins og mögulegt er,“ segir tökustjórinn Bergsveinn Jónsson á vef Stykkishólmsbæjar.Þekkt úr þríleik „Við komum til með að tilkynna ykkur reglulega í hvaða götum við komum til með að vera að vinna í með stuttum fyrirvara, og mun sú tilkynning birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Stykkishólmsbæjar. Ef eitthvað kemur upp á eða þið verðið fyrir ónæði eða óþægindum af okkar völdum biðjum við ykkur um að hika ekki við að hafa samband og munum við bregðast við eins fljótt og auðið er.“ Lena Endre, sem fagnar 64 ára afmæli í sumar, er aðdáendum kvikmynda eftir bókum Stieg Larsson að góðu kunn. Þar leikur hún Eriku Berger í myndunum Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Þá lék hún sömuleiðis í sjónvarpsþáttunum Wallander, í annarri þáttaröð, og í The Master, kvikmynd Paul Thomas Anderson, með Joaquin Phoenix, Phillip Seymour Hoffman, Amy Adams og Lauru Dern.
Bíó og sjónvarp Stykkishólmur Tengdar fréttir Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Matthew McConaughey klæddur í 66°Norður Kappinn var flottur í jakkanum frá 66°Norður og að sonur hans var ekki síðri í flíspeysunni. 24. febrúar 2014 14:45
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10