Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Frá flugtaki fyrstu Boeing 737 MAX 9 þotu Icelandair í Seattle. Mynd/Icelandair. Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30
Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00