Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 06:56 Neyðarástandi Bandaríkjaforseta var mótmælt í Los Angeles í gær. Getty/Robyn Beck Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum við Mexíkó nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Dómsmálaráðherra Kalíforníu segir að ríkin sextán hafi ákveðið að fara í mál til þess að koma í veg fyrir að forsetinn misbeiti valdi sínu meira en orðið er. Hann segir að Trump sé með þessu að ræna íbúa ríkjanna skattpeningum sem þingmenn hafi sett til hliðar og séu ætlaðir ríkjunum öllum. Þá bætti hann við að forsetaembættið sé ekki leikhús. Með því að fara í mál vonast ríkin til að dómari setji lögbann á færslu fjármunanna, uns dómstólar komast að niðurstöðu um réttmæti hugmyndar forsetans. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum við Mexíkó nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Dómsmálaráðherra Kalíforníu segir að ríkin sextán hafi ákveðið að fara í mál til þess að koma í veg fyrir að forsetinn misbeiti valdi sínu meira en orðið er. Hann segir að Trump sé með þessu að ræna íbúa ríkjanna skattpeningum sem þingmenn hafi sett til hliðar og séu ætlaðir ríkjunum öllum. Þá bætti hann við að forsetaembættið sé ekki leikhús. Með því að fara í mál vonast ríkin til að dómari setji lögbann á færslu fjármunanna, uns dómstólar komast að niðurstöðu um réttmæti hugmyndar forsetans. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33
Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05
Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17