Vatni aftur hleypt á Fyssu í vor eftir sex ára hlé Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 21:00 Fyssa var afhjúpuð í Grasagarðinum í Laugardal árið 1995. vísir/vilhelm Áætlað er að vatni verði hleypt á Fyssu, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, á ný í vor. Verkið hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að stefnt sé að því að kveikja á verkinu sumardaginn fyrsta sem er þann 25. apríl á þessu ári. Eftirleiðis verði vatni hleypt á verkið þann dag og slökkt fyrir fyrstu frost, til dæmis fyrsta vetrardag sem er 26. október. „Það verður gert til að forðast vandamál sem komu upp í tengslum við það að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Það væri vissulega gaman að geta látið vatnið vera á allt árið en ekki skynsamlegt þegar litið er til vandræðanna sem það hefur skapað og hálku og þá um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið. Jafnvel þó að það sé snjóbræðsla við verkið. Síðan hafa komið upp bilanir í búnaði vegna kulda,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir Fyssu glæsilegt listaverk eftir Rúrí, einn af okkar fremstu listamönnum.ReykjavíkurborgViðhaldi vanrækt Fyssa var afhjúpuð árið 1995 og hefur verið í umsjón Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf segir að kostnaður hafi staðið í vegi fyrir því að ekki hafi verið gert við verkið fyrr. „Á síðasta ári var gert samkomulag við Orkuveituna um að Reykjavíkurborg tæki verkið yfir þegar viðgerðum væri lokið. Kostnaði við viðgerðir á búnaði yrði þó skipt jafnt á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar,“ segir Ólöf, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar sextán milljónir króna. Hún segir að árið 2017 hafi borgarráð afgreitt sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni. „Viðhald hafði verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Þetta var fjárveiting til þriggja ára og var hluti af henni þátttaka borgarinnar í viðgerð á Fyssu.“Úr Grasagarðinum í Laugardal.Vísir/VilhelmOrðið sú prýði sem því er ætlað að vera Ólöf kveðst sérstaklega ánægð með að Fyssa öðlist líf á nýjan leik og að verið er að vinna að því að verkið geti orðið sú prýði fyrir svæðið sem því er ætlað að vera. „Við hjá Listasafni Reykjavíkur fáum reglulega ábendingar um ástand útilistaverkanna í borginni og Fyssa er sannarlega eitt af þeim verkum sem reglulega er spurt um hvort ekki verði bráðlega lagað. Það erum því ekki bara við hér á safninu sem fögnum þessu.“ Aðspurð um kostnað við rekstur verksins segir Ólöf að Reykjavíkurborg muni nú taka yfir viðhald og rekstur verksins. „Það verður þó ekki fyrr en eftir gagngerar lagfæringar á verkinu og reiknum við með að rekstarkostnaður felist einkum í að setja verkið á stað að vori og ganga frá því fyrir veturinn auk árlegra þrifa þetta ættu að vera þrír til fimm vinnudagar á ári auk öryggisvöktunar.“Listakonan Rúrí.Fréttablaðið/ValliInnblástur í náttúruöflin Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg. Listaverkið stendur að hluta til upp úr yfirborði jarðar, að hluta til gengur það niður í jörðina og myndar gjá, og að hluta til breiðir það sig flatt á yfirborðinu. Það myndar línu í gegnum steinlögnina í garðinum sem gefur til kynna sprungustefnu jarðlaga á Íslandi. Vatnsrennslið er síbreytilegt, líkt og í náttúrunni, þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt. Hljóðið sem myndast þegar vatnið fellur í gjána er síbreytilegt vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum,“ segir á heimasíðunni. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Áætlað er að vatni verði hleypt á Fyssu, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, á ný í vor. Verkið hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að stefnt sé að því að kveikja á verkinu sumardaginn fyrsta sem er þann 25. apríl á þessu ári. Eftirleiðis verði vatni hleypt á verkið þann dag og slökkt fyrir fyrstu frost, til dæmis fyrsta vetrardag sem er 26. október. „Það verður gert til að forðast vandamál sem komu upp í tengslum við það að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Það væri vissulega gaman að geta látið vatnið vera á allt árið en ekki skynsamlegt þegar litið er til vandræðanna sem það hefur skapað og hálku og þá um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið. Jafnvel þó að það sé snjóbræðsla við verkið. Síðan hafa komið upp bilanir í búnaði vegna kulda,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir Fyssu glæsilegt listaverk eftir Rúrí, einn af okkar fremstu listamönnum.ReykjavíkurborgViðhaldi vanrækt Fyssa var afhjúpuð árið 1995 og hefur verið í umsjón Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf segir að kostnaður hafi staðið í vegi fyrir því að ekki hafi verið gert við verkið fyrr. „Á síðasta ári var gert samkomulag við Orkuveituna um að Reykjavíkurborg tæki verkið yfir þegar viðgerðum væri lokið. Kostnaði við viðgerðir á búnaði yrði þó skipt jafnt á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar,“ segir Ólöf, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar sextán milljónir króna. Hún segir að árið 2017 hafi borgarráð afgreitt sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni. „Viðhald hafði verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Þetta var fjárveiting til þriggja ára og var hluti af henni þátttaka borgarinnar í viðgerð á Fyssu.“Úr Grasagarðinum í Laugardal.Vísir/VilhelmOrðið sú prýði sem því er ætlað að vera Ólöf kveðst sérstaklega ánægð með að Fyssa öðlist líf á nýjan leik og að verið er að vinna að því að verkið geti orðið sú prýði fyrir svæðið sem því er ætlað að vera. „Við hjá Listasafni Reykjavíkur fáum reglulega ábendingar um ástand útilistaverkanna í borginni og Fyssa er sannarlega eitt af þeim verkum sem reglulega er spurt um hvort ekki verði bráðlega lagað. Það erum því ekki bara við hér á safninu sem fögnum þessu.“ Aðspurð um kostnað við rekstur verksins segir Ólöf að Reykjavíkurborg muni nú taka yfir viðhald og rekstur verksins. „Það verður þó ekki fyrr en eftir gagngerar lagfæringar á verkinu og reiknum við með að rekstarkostnaður felist einkum í að setja verkið á stað að vori og ganga frá því fyrir veturinn auk árlegra þrifa þetta ættu að vera þrír til fimm vinnudagar á ári auk öryggisvöktunar.“Listakonan Rúrí.Fréttablaðið/ValliInnblástur í náttúruöflin Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg. Listaverkið stendur að hluta til upp úr yfirborði jarðar, að hluta til gengur það niður í jörðina og myndar gjá, og að hluta til breiðir það sig flatt á yfirborðinu. Það myndar línu í gegnum steinlögnina í garðinum sem gefur til kynna sprungustefnu jarðlaga á Íslandi. Vatnsrennslið er síbreytilegt, líkt og í náttúrunni, þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt. Hljóðið sem myndast þegar vatnið fellur í gjána er síbreytilegt vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum,“ segir á heimasíðunni.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira