Vatni aftur hleypt á Fyssu í vor eftir sex ára hlé Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 21:00 Fyssa var afhjúpuð í Grasagarðinum í Laugardal árið 1995. vísir/vilhelm Áætlað er að vatni verði hleypt á Fyssu, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, á ný í vor. Verkið hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að stefnt sé að því að kveikja á verkinu sumardaginn fyrsta sem er þann 25. apríl á þessu ári. Eftirleiðis verði vatni hleypt á verkið þann dag og slökkt fyrir fyrstu frost, til dæmis fyrsta vetrardag sem er 26. október. „Það verður gert til að forðast vandamál sem komu upp í tengslum við það að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Það væri vissulega gaman að geta látið vatnið vera á allt árið en ekki skynsamlegt þegar litið er til vandræðanna sem það hefur skapað og hálku og þá um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið. Jafnvel þó að það sé snjóbræðsla við verkið. Síðan hafa komið upp bilanir í búnaði vegna kulda,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir Fyssu glæsilegt listaverk eftir Rúrí, einn af okkar fremstu listamönnum.ReykjavíkurborgViðhaldi vanrækt Fyssa var afhjúpuð árið 1995 og hefur verið í umsjón Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf segir að kostnaður hafi staðið í vegi fyrir því að ekki hafi verið gert við verkið fyrr. „Á síðasta ári var gert samkomulag við Orkuveituna um að Reykjavíkurborg tæki verkið yfir þegar viðgerðum væri lokið. Kostnaði við viðgerðir á búnaði yrði þó skipt jafnt á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar,“ segir Ólöf, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar sextán milljónir króna. Hún segir að árið 2017 hafi borgarráð afgreitt sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni. „Viðhald hafði verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Þetta var fjárveiting til þriggja ára og var hluti af henni þátttaka borgarinnar í viðgerð á Fyssu.“Úr Grasagarðinum í Laugardal.Vísir/VilhelmOrðið sú prýði sem því er ætlað að vera Ólöf kveðst sérstaklega ánægð með að Fyssa öðlist líf á nýjan leik og að verið er að vinna að því að verkið geti orðið sú prýði fyrir svæðið sem því er ætlað að vera. „Við hjá Listasafni Reykjavíkur fáum reglulega ábendingar um ástand útilistaverkanna í borginni og Fyssa er sannarlega eitt af þeim verkum sem reglulega er spurt um hvort ekki verði bráðlega lagað. Það erum því ekki bara við hér á safninu sem fögnum þessu.“ Aðspurð um kostnað við rekstur verksins segir Ólöf að Reykjavíkurborg muni nú taka yfir viðhald og rekstur verksins. „Það verður þó ekki fyrr en eftir gagngerar lagfæringar á verkinu og reiknum við með að rekstarkostnaður felist einkum í að setja verkið á stað að vori og ganga frá því fyrir veturinn auk árlegra þrifa þetta ættu að vera þrír til fimm vinnudagar á ári auk öryggisvöktunar.“Listakonan Rúrí.Fréttablaðið/ValliInnblástur í náttúruöflin Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg. Listaverkið stendur að hluta til upp úr yfirborði jarðar, að hluta til gengur það niður í jörðina og myndar gjá, og að hluta til breiðir það sig flatt á yfirborðinu. Það myndar línu í gegnum steinlögnina í garðinum sem gefur til kynna sprungustefnu jarðlaga á Íslandi. Vatnsrennslið er síbreytilegt, líkt og í náttúrunni, þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt. Hljóðið sem myndast þegar vatnið fellur í gjána er síbreytilegt vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum,“ segir á heimasíðunni. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Áætlað er að vatni verði hleypt á Fyssu, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, á ný í vor. Verkið hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að stefnt sé að því að kveikja á verkinu sumardaginn fyrsta sem er þann 25. apríl á þessu ári. Eftirleiðis verði vatni hleypt á verkið þann dag og slökkt fyrir fyrstu frost, til dæmis fyrsta vetrardag sem er 26. október. „Það verður gert til að forðast vandamál sem komu upp í tengslum við það að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Það væri vissulega gaman að geta látið vatnið vera á allt árið en ekki skynsamlegt þegar litið er til vandræðanna sem það hefur skapað og hálku og þá um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið. Jafnvel þó að það sé snjóbræðsla við verkið. Síðan hafa komið upp bilanir í búnaði vegna kulda,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir Fyssu glæsilegt listaverk eftir Rúrí, einn af okkar fremstu listamönnum.ReykjavíkurborgViðhaldi vanrækt Fyssa var afhjúpuð árið 1995 og hefur verið í umsjón Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf segir að kostnaður hafi staðið í vegi fyrir því að ekki hafi verið gert við verkið fyrr. „Á síðasta ári var gert samkomulag við Orkuveituna um að Reykjavíkurborg tæki verkið yfir þegar viðgerðum væri lokið. Kostnaði við viðgerðir á búnaði yrði þó skipt jafnt á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar,“ segir Ólöf, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar sextán milljónir króna. Hún segir að árið 2017 hafi borgarráð afgreitt sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni. „Viðhald hafði verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Þetta var fjárveiting til þriggja ára og var hluti af henni þátttaka borgarinnar í viðgerð á Fyssu.“Úr Grasagarðinum í Laugardal.Vísir/VilhelmOrðið sú prýði sem því er ætlað að vera Ólöf kveðst sérstaklega ánægð með að Fyssa öðlist líf á nýjan leik og að verið er að vinna að því að verkið geti orðið sú prýði fyrir svæðið sem því er ætlað að vera. „Við hjá Listasafni Reykjavíkur fáum reglulega ábendingar um ástand útilistaverkanna í borginni og Fyssa er sannarlega eitt af þeim verkum sem reglulega er spurt um hvort ekki verði bráðlega lagað. Það erum því ekki bara við hér á safninu sem fögnum þessu.“ Aðspurð um kostnað við rekstur verksins segir Ólöf að Reykjavíkurborg muni nú taka yfir viðhald og rekstur verksins. „Það verður þó ekki fyrr en eftir gagngerar lagfæringar á verkinu og reiknum við með að rekstarkostnaður felist einkum í að setja verkið á stað að vori og ganga frá því fyrir veturinn auk árlegra þrifa þetta ættu að vera þrír til fimm vinnudagar á ári auk öryggisvöktunar.“Listakonan Rúrí.Fréttablaðið/ValliInnblástur í náttúruöflin Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg. Listaverkið stendur að hluta til upp úr yfirborði jarðar, að hluta til gengur það niður í jörðina og myndar gjá, og að hluta til breiðir það sig flatt á yfirborðinu. Það myndar línu í gegnum steinlögnina í garðinum sem gefur til kynna sprungustefnu jarðlaga á Íslandi. Vatnsrennslið er síbreytilegt, líkt og í náttúrunni, þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt. Hljóðið sem myndast þegar vatnið fellur í gjána er síbreytilegt vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum,“ segir á heimasíðunni.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira