Leituðu í Rangá að manni sem var saknað eftir þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 10:45 Bátar voru settir á flot til að leita í Rangá en maðurinn skilaði sér kaldur og hrakinn heim um klukkustund eftir að útkallið barst. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira